Hugmyndin að síðunni kviknaði þegar ég átti erfitt með að finna góðan lista yfir íslenskar netverslanir. Sem Íslendingur í útlöndum finnst mér þægilegt að kaupa gjafir fyrir vini og ættingja á Íslandi á íslenskum síðum og láta senda beint til þeirra.
Verslanirnar á síðunni eru flestar lítil fyrirtæki og margar bjóða upp á gjafainnpökkun sé þess óskað. Síðurnar bjóða upp á möguleikann að heimilisfang greiðanda sé ekki íslenskt sem auðveldar Íslendingum í útlöndum gjafakaup fyrir vini og ættingja á Íslandi.
