Skip to content

Heim

Hugmyndin að síðunni kviknaði þegar ég átti erfitt með að finna góðan lista yfir íslenskar netverslanir. Sem Íslendingur í útlöndum finnst mér þægilegt að kaupa gjafir fyrir vini og ættingja á Íslandi á íslenskum síðum og láta senda beint til þeirra.

Verslanirnar á síðunni eru flestar lítil fyrirtæki og margar bjóða upp á gjafainnpökkun sé þess óskað. Síðurnar bjóða upp á möguleikann að heimilisfang greiðanda sé ekki íslenskt sem auðveldar Íslendingum í útlöndum gjafakaup fyrir vini og ættingja á Íslandi.

Verslum íslenskt
Akkúrat
Nafn fyrirtækis
Akkúrat er netverslun með mikið úrval af vönduðum vörum, gjafabréfum og tilbúnum gjafaboxum. Akkúrat bíður uppá alhliða þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki þegar kemur að gjöfum.
Brandson
Nafn fyrirtækis
Brandson er íslenskt vörumerki, við hönnum vandaðan frammistöðu fatnað úr vönduðum efnum og leggjum áherslu á þægindi gæði og endingu.
Líttu við og kannaðu úrval af æfingafötum, kósífatnaði og nærfötum.
Tilboð
20% afsláttur af öllu sem er ekki á afslætti eða öðrum tilboðum með kóðanum: islenskt. Tilboðið gildir til 23.desember.
Chicco
Nafn fyrirtækis
Ítalskar barnavörur og leikföng frá Chicco. Bjóðum upp á fría heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu á pöntunum yfir 15.000kr. Hægt að fá gjafainnpökkun og að láta merkja pakkana.
Dótabúðin
Nafn fyrirtækis
Leikföng fyrir börn á öllum aldri. Bjóðum upp á fría heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu á pöntunum yfir 15.000kr. Hægt að fá gjafainnpökkun og láta merkja pakkana
Epal
Nafn fyrirtækis
Epal er ein elsta hönnunarverslun Íslands. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn þar sem þú getur skoðað yfir 9 þúsund vörur; gjafavöru, húsgögn og ljós eftir frægustu hönnuði heims.
Familj Store
Nafn fyrirtækis
Familjstore er íslensk vefverslun í eigu Familj ehf sem var stofnuð árið 2020 og sérhæfir sig í að merkja fatnað sem og gjafavörur.
Fou22
Nafn fyrirtækis
Fou22.is er vefverslun með vandaðar vörur fyrir hana frá skandinavískum tískumerkjum. Við leggjum áherslu á slow fashion og bjóðum uppá endurnýtingarþjónustu.
home&you
Nafn fyrirtækis
home&you er stærsta húsbúnaðarverslun Póllands en verslunin selur fallegar og vandaðar heimilisvörur.
JK Design
Nafn fyrirtækis
JK Design er íslensk hönnun og framleiðsla eftir Jónu Kristínu Snorradóttur kjólaklæðskera.
Jóhannes Frank art
Nafn fyrirtækis
Ljósmyndir sem eru teknar á Íslandi: Landslag hestar og kindur prentað á striga eða pappír.
Jónsdóttir & co
Nafn fyrirtækis
Jónsdóttir & Co er tíu ára krúttmerki sem sérhæfir sig annars vegar í litlum mjúkum bómullarvörum úr lífrænni bómull á yngstu krílin og hins vegar heimilislínu sem samanstendur af löberum, púðaverum og veggspjöldum.
Kökur og konfekt
Nafn fyrirtækis
Við sérhæfum okkur í sérmerktum súkkulaðimolum sem henta fyrir allskonar uppákomur, tilvaldar tækifærisgjafir fyrir þá sem vilja gefa eitthvað persónulegt. Einnig prentum við á sykurmassa og bjóðum upp á ýmislegt annað góðgæti. Mottó-ið okkar er "Segðu það með súkkulaði".
Krílin
Nafn fyrirtækis
Krílin selur vandaðar barnavörur og barnaföt.
Lín design
Nafn fyrirtækis
Lín Design íslensk hönnun og vistvæn framleiðsla á vörum fyrir heimilið, fatnaður og önnur gjafavara.
Litla Hönnunar Búðin
Nafn fyrirtækis
Litla Hönnunar Búðin býður sérvaldar og smart hönnunarvörur hvaðanæva úr heiminum. Uppáhalds hönnunarverslunin þín í Hafnarfirði.
Móa&Mía
Nafn fyrirtækis
Vandaðar og fallegar barnavörur í miklu úrvali. Hjá okkur finnur þú allt sem þú þarft fyrir meðgönguna, í barnaherbergið, ásamt fatnaði á allan aldur, leikföng og aðrar spennandi vörur!
MÓSK
Nafn fyrirtækis
Margrét Ósk er listakona og menntaður grafískur hönnuður, verkin hennar hafa komið fram a ýmsum stöðum og núna nýlegast verkið "Lundinn" í Hús og Híbýli. hún rekur vefverslunina MÓSK.is þar sem hún selur hönnun eftir sig, púða, vegg verk, púsl, bækur og fleira. All íslensk hönnun sem fer vel sem gjöf til fjölskyldu og vina.
Óskir netverslun
Nafn fyrirtækis
Netverslun og heildsala sem flytur inn og framleiðir vörur eftir heimsfræga hönnuði og áhugamenn.
Pomp og prakt
Nafn fyrirtækis
Flokkur
Pomp og prakt er íslensk vefverslun og sú eina á Íslandi sem selur skipulagsvörur frá iDesign og The Home Edit. Markmiðið er að bjóða upp á fyrsta flokks vörur frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum á sanngjörnu verði ásamt þjónustu og ráðgjöf fyrir þá sem þess óska.
Regnboginn
Nafn fyrirtækis
Regnboginn er einstök og litrík verslun með vönduð viðarleikföng, hágæða fatnað og margt fleira fyrir börnin.